Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Völsungur 2-0 | Útileikmaður fór í markið Guðmundur Marinó Ingvarsson í Lautinni skrifar 29. maí 2013 10:37 Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Fylkis Fylkir sigraði Völsung 2-0 í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld. Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörkin á átta síðustu mínútum leiksins. Bæði lið komu inn í leikinn án sigurs í deild og ljóst að sjálfstraustið var ekki mikið í liðunum. Fylkir mætti þó mun ákveðnara til leiks og var líklegt til að skora á fyrsta stundarfjórðunginn en þegar það gekk ekki fjaraði undan sóknarleik liðsins og Völsungur fékk hitt færi fyrri hálfleiks en hvort lið bjargaði á marklínu í fyrri hálfleik. Völsungur hélt sig aftarlega á vellinum og freistaði þess að sækja hratt þegar færi gafst og var Fylkir því mikið með boltann. Völsungur lá enn aftar í seinni hálfleik og var aldrei líklegt til að skora. Fylkir sótti mikið og þyngdust sóknirnar er leið á leikinn. Þegar stundarfjórðungur var eftir var Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis búinn að skipta bæði Tryggva Guðmundssyni og Andrési Má Jóhannessyni inn á og jók það enn á sóknarþungann. Ekki hjálpaði Völsungi að öflugur markvörður liðsins Dejan Pesic meiddist á 58. mínútu og varð að fara af leikvelli tíu mínútum síðar. Fyrirliðinn Gunnar Sigurður Jósteinsson fór í markið og stóð sig vel en gat þó ekki komið í veg fyrir mörkin tvö sem Viðar Örn skoraði undir lokin.Ásmundur: Sýndum þá þolinmæði sem þurfti„Það er best í svona leikjum að fá mark snemma og við freistuðum þess og það gekk ekki. Þá verður þetta oft þolinmæðis leikir,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Þeir liggja niðri með alla menn inni í teig nánast og að búa til færi á það getur reynst erfitt og reynt á þolinmæðina en sem betur fer tókst það að lokum að opna þá og klára dæmið. Í framhaldinu kom strax annað mark og það er dæmigert í þessu. „Við höldum markinu hreinu og sýndum þá þolinmæði sem þurfti til að klára þetta og það er jákvætt. Við verðum að horfa á það jákvæða í þessu,“ sagði Ásmundur sem gat skipt Andrési Má Jóhannessyni inn á í fyrst sinn í sumar. „Hann er ekki alveg klár í fullan leikinn en hann er klár í að koma svona inn á. Við eigum leik á sunnudaginn og svo kemur tveggja vikna pása og vonandi verður hann nokkuð klár í slaginn í framhaldi af því,“ sagði Ásmundur sem var leikmaður Völsungs sem tapaði 5-1 fyrir Fylki í bikarnum 2003 á Húsavíkurvelli. „Auðvitað er taugar í Völsung og heim til Húsavíkur og það er verst að þurfa að slá þá út en þetta er boltinn. Þetta er aðeins öðruvísi en þetta er samt bara leikur eins og hver annar,“ sagði Ásmundur að lokum.Gunnar: Hefði þurft að verja fleiri„Við stóðum í þeim og fengum dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem við hefðum átt að skora. Svo fór þetta aðeins að leka hjá okkur þegar við missum markmanninn útaf,“ sagði Gunnar Sigurður Jósteinsson fyrirliði Völsungs sem fékk það hlutskipti að fara í markið þegar 22 mínútur voru eftir af leiknum. Dejan Pesic, markvörður liðsins, meiddist á 68. mínútu og gestirnir voru ekki með varamarkvörð á bekknum. „Hann er búinn að vera öflugur og það er mikill talandi í honum. Hann verður klár í næsta leik." „Það komu nokkur skot á mig en ég hefði átt að verja fleiri. Seinna markið var klaufalegt,“ sagði Gunnar en Völsungur gerði sex breytingar frá síðasta leik í kvöld. „Við gerðum nokkrar breytingar enda er ekki búið að ganga vel í deildinni. Þetta lið vann síðasta bikarleik og fékk aftur tækifæri núna en við töpuðum í dag. Það er númer eitt, tvö og þrjú að fara að sækja sigur í deildinni,“ sagði Gunnar Sigurður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Fylkir sigraði Völsung 2-0 í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld. Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörkin á átta síðustu mínútum leiksins. Bæði lið komu inn í leikinn án sigurs í deild og ljóst að sjálfstraustið var ekki mikið í liðunum. Fylkir mætti þó mun ákveðnara til leiks og var líklegt til að skora á fyrsta stundarfjórðunginn en þegar það gekk ekki fjaraði undan sóknarleik liðsins og Völsungur fékk hitt færi fyrri hálfleiks en hvort lið bjargaði á marklínu í fyrri hálfleik. Völsungur hélt sig aftarlega á vellinum og freistaði þess að sækja hratt þegar færi gafst og var Fylkir því mikið með boltann. Völsungur lá enn aftar í seinni hálfleik og var aldrei líklegt til að skora. Fylkir sótti mikið og þyngdust sóknirnar er leið á leikinn. Þegar stundarfjórðungur var eftir var Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis búinn að skipta bæði Tryggva Guðmundssyni og Andrési Má Jóhannessyni inn á og jók það enn á sóknarþungann. Ekki hjálpaði Völsungi að öflugur markvörður liðsins Dejan Pesic meiddist á 58. mínútu og varð að fara af leikvelli tíu mínútum síðar. Fyrirliðinn Gunnar Sigurður Jósteinsson fór í markið og stóð sig vel en gat þó ekki komið í veg fyrir mörkin tvö sem Viðar Örn skoraði undir lokin.Ásmundur: Sýndum þá þolinmæði sem þurfti„Það er best í svona leikjum að fá mark snemma og við freistuðum þess og það gekk ekki. Þá verður þetta oft þolinmæðis leikir,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Þeir liggja niðri með alla menn inni í teig nánast og að búa til færi á það getur reynst erfitt og reynt á þolinmæðina en sem betur fer tókst það að lokum að opna þá og klára dæmið. Í framhaldinu kom strax annað mark og það er dæmigert í þessu. „Við höldum markinu hreinu og sýndum þá þolinmæði sem þurfti til að klára þetta og það er jákvætt. Við verðum að horfa á það jákvæða í þessu,“ sagði Ásmundur sem gat skipt Andrési Má Jóhannessyni inn á í fyrst sinn í sumar. „Hann er ekki alveg klár í fullan leikinn en hann er klár í að koma svona inn á. Við eigum leik á sunnudaginn og svo kemur tveggja vikna pása og vonandi verður hann nokkuð klár í slaginn í framhaldi af því,“ sagði Ásmundur sem var leikmaður Völsungs sem tapaði 5-1 fyrir Fylki í bikarnum 2003 á Húsavíkurvelli. „Auðvitað er taugar í Völsung og heim til Húsavíkur og það er verst að þurfa að slá þá út en þetta er boltinn. Þetta er aðeins öðruvísi en þetta er samt bara leikur eins og hver annar,“ sagði Ásmundur að lokum.Gunnar: Hefði þurft að verja fleiri„Við stóðum í þeim og fengum dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem við hefðum átt að skora. Svo fór þetta aðeins að leka hjá okkur þegar við missum markmanninn útaf,“ sagði Gunnar Sigurður Jósteinsson fyrirliði Völsungs sem fékk það hlutskipti að fara í markið þegar 22 mínútur voru eftir af leiknum. Dejan Pesic, markvörður liðsins, meiddist á 68. mínútu og gestirnir voru ekki með varamarkvörð á bekknum. „Hann er búinn að vera öflugur og það er mikill talandi í honum. Hann verður klár í næsta leik." „Það komu nokkur skot á mig en ég hefði átt að verja fleiri. Seinna markið var klaufalegt,“ sagði Gunnar en Völsungur gerði sex breytingar frá síðasta leik í kvöld. „Við gerðum nokkrar breytingar enda er ekki búið að ganga vel í deildinni. Þetta lið vann síðasta bikarleik og fékk aftur tækifæri núna en við töpuðum í dag. Það er númer eitt, tvö og þrjú að fara að sækja sigur í deildinni,“ sagði Gunnar Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira