Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Völsungur 2-0 | Útileikmaður fór í markið Guðmundur Marinó Ingvarsson í Lautinni skrifar 29. maí 2013 10:37 Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Fylkis Fylkir sigraði Völsung 2-0 í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld. Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörkin á átta síðustu mínútum leiksins. Bæði lið komu inn í leikinn án sigurs í deild og ljóst að sjálfstraustið var ekki mikið í liðunum. Fylkir mætti þó mun ákveðnara til leiks og var líklegt til að skora á fyrsta stundarfjórðunginn en þegar það gekk ekki fjaraði undan sóknarleik liðsins og Völsungur fékk hitt færi fyrri hálfleiks en hvort lið bjargaði á marklínu í fyrri hálfleik. Völsungur hélt sig aftarlega á vellinum og freistaði þess að sækja hratt þegar færi gafst og var Fylkir því mikið með boltann. Völsungur lá enn aftar í seinni hálfleik og var aldrei líklegt til að skora. Fylkir sótti mikið og þyngdust sóknirnar er leið á leikinn. Þegar stundarfjórðungur var eftir var Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis búinn að skipta bæði Tryggva Guðmundssyni og Andrési Má Jóhannessyni inn á og jók það enn á sóknarþungann. Ekki hjálpaði Völsungi að öflugur markvörður liðsins Dejan Pesic meiddist á 58. mínútu og varð að fara af leikvelli tíu mínútum síðar. Fyrirliðinn Gunnar Sigurður Jósteinsson fór í markið og stóð sig vel en gat þó ekki komið í veg fyrir mörkin tvö sem Viðar Örn skoraði undir lokin.Ásmundur: Sýndum þá þolinmæði sem þurfti„Það er best í svona leikjum að fá mark snemma og við freistuðum þess og það gekk ekki. Þá verður þetta oft þolinmæðis leikir,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Þeir liggja niðri með alla menn inni í teig nánast og að búa til færi á það getur reynst erfitt og reynt á þolinmæðina en sem betur fer tókst það að lokum að opna þá og klára dæmið. Í framhaldinu kom strax annað mark og það er dæmigert í þessu. „Við höldum markinu hreinu og sýndum þá þolinmæði sem þurfti til að klára þetta og það er jákvætt. Við verðum að horfa á það jákvæða í þessu,“ sagði Ásmundur sem gat skipt Andrési Má Jóhannessyni inn á í fyrst sinn í sumar. „Hann er ekki alveg klár í fullan leikinn en hann er klár í að koma svona inn á. Við eigum leik á sunnudaginn og svo kemur tveggja vikna pása og vonandi verður hann nokkuð klár í slaginn í framhaldi af því,“ sagði Ásmundur sem var leikmaður Völsungs sem tapaði 5-1 fyrir Fylki í bikarnum 2003 á Húsavíkurvelli. „Auðvitað er taugar í Völsung og heim til Húsavíkur og það er verst að þurfa að slá þá út en þetta er boltinn. Þetta er aðeins öðruvísi en þetta er samt bara leikur eins og hver annar,“ sagði Ásmundur að lokum.Gunnar: Hefði þurft að verja fleiri„Við stóðum í þeim og fengum dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem við hefðum átt að skora. Svo fór þetta aðeins að leka hjá okkur þegar við missum markmanninn útaf,“ sagði Gunnar Sigurður Jósteinsson fyrirliði Völsungs sem fékk það hlutskipti að fara í markið þegar 22 mínútur voru eftir af leiknum. Dejan Pesic, markvörður liðsins, meiddist á 68. mínútu og gestirnir voru ekki með varamarkvörð á bekknum. „Hann er búinn að vera öflugur og það er mikill talandi í honum. Hann verður klár í næsta leik." „Það komu nokkur skot á mig en ég hefði átt að verja fleiri. Seinna markið var klaufalegt,“ sagði Gunnar en Völsungur gerði sex breytingar frá síðasta leik í kvöld. „Við gerðum nokkrar breytingar enda er ekki búið að ganga vel í deildinni. Þetta lið vann síðasta bikarleik og fékk aftur tækifæri núna en við töpuðum í dag. Það er númer eitt, tvö og þrjú að fara að sækja sigur í deildinni,“ sagði Gunnar Sigurður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Fylkir sigraði Völsung 2-0 í 32 liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta í kvöld. Viðar Örn Kjartansson skoraði bæði mörkin á átta síðustu mínútum leiksins. Bæði lið komu inn í leikinn án sigurs í deild og ljóst að sjálfstraustið var ekki mikið í liðunum. Fylkir mætti þó mun ákveðnara til leiks og var líklegt til að skora á fyrsta stundarfjórðunginn en þegar það gekk ekki fjaraði undan sóknarleik liðsins og Völsungur fékk hitt færi fyrri hálfleiks en hvort lið bjargaði á marklínu í fyrri hálfleik. Völsungur hélt sig aftarlega á vellinum og freistaði þess að sækja hratt þegar færi gafst og var Fylkir því mikið með boltann. Völsungur lá enn aftar í seinni hálfleik og var aldrei líklegt til að skora. Fylkir sótti mikið og þyngdust sóknirnar er leið á leikinn. Þegar stundarfjórðungur var eftir var Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis búinn að skipta bæði Tryggva Guðmundssyni og Andrési Má Jóhannessyni inn á og jók það enn á sóknarþungann. Ekki hjálpaði Völsungi að öflugur markvörður liðsins Dejan Pesic meiddist á 58. mínútu og varð að fara af leikvelli tíu mínútum síðar. Fyrirliðinn Gunnar Sigurður Jósteinsson fór í markið og stóð sig vel en gat þó ekki komið í veg fyrir mörkin tvö sem Viðar Örn skoraði undir lokin.Ásmundur: Sýndum þá þolinmæði sem þurfti„Það er best í svona leikjum að fá mark snemma og við freistuðum þess og það gekk ekki. Þá verður þetta oft þolinmæðis leikir,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir leikinn. „Þeir liggja niðri með alla menn inni í teig nánast og að búa til færi á það getur reynst erfitt og reynt á þolinmæðina en sem betur fer tókst það að lokum að opna þá og klára dæmið. Í framhaldinu kom strax annað mark og það er dæmigert í þessu. „Við höldum markinu hreinu og sýndum þá þolinmæði sem þurfti til að klára þetta og það er jákvætt. Við verðum að horfa á það jákvæða í þessu,“ sagði Ásmundur sem gat skipt Andrési Má Jóhannessyni inn á í fyrst sinn í sumar. „Hann er ekki alveg klár í fullan leikinn en hann er klár í að koma svona inn á. Við eigum leik á sunnudaginn og svo kemur tveggja vikna pása og vonandi verður hann nokkuð klár í slaginn í framhaldi af því,“ sagði Ásmundur sem var leikmaður Völsungs sem tapaði 5-1 fyrir Fylki í bikarnum 2003 á Húsavíkurvelli. „Auðvitað er taugar í Völsung og heim til Húsavíkur og það er verst að þurfa að slá þá út en þetta er boltinn. Þetta er aðeins öðruvísi en þetta er samt bara leikur eins og hver annar,“ sagði Ásmundur að lokum.Gunnar: Hefði þurft að verja fleiri„Við stóðum í þeim og fengum dauðafæri í fyrri hálfleik þar sem við hefðum átt að skora. Svo fór þetta aðeins að leka hjá okkur þegar við missum markmanninn útaf,“ sagði Gunnar Sigurður Jósteinsson fyrirliði Völsungs sem fékk það hlutskipti að fara í markið þegar 22 mínútur voru eftir af leiknum. Dejan Pesic, markvörður liðsins, meiddist á 68. mínútu og gestirnir voru ekki með varamarkvörð á bekknum. „Hann er búinn að vera öflugur og það er mikill talandi í honum. Hann verður klár í næsta leik." „Það komu nokkur skot á mig en ég hefði átt að verja fleiri. Seinna markið var klaufalegt,“ sagði Gunnar en Völsungur gerði sex breytingar frá síðasta leik í kvöld. „Við gerðum nokkrar breytingar enda er ekki búið að ganga vel í deildinni. Þetta lið vann síðasta bikarleik og fékk aftur tækifæri núna en við töpuðum í dag. Það er númer eitt, tvö og þrjú að fara að sækja sigur í deildinni,“ sagði Gunnar Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira